7.11.2008 | 01:51
Mikið tap á séreignasjóði í Glitni.
Mig grunaði aldrei að það yrði svona mikið tap á séreignasjóðnum mínu eins og komið er nú í ljós
ég hafði valið áhættuhóp 2 sem tilheyrði mínum aldurshóp og átti að vera nokkuð öruggt eða mér var
allavega ráðlagt að vera í þessum hóp en það er lítið hægt að gera í því eins og komið er, ég var búinn að
taka eftir því að hvað hann lækkaði ört og hringdi og talaði við þá hjá sjóðnum og vildi gera eitthvað ?
sem væri öruggt en þá var það of seint þá var mér bent á held að það sé kallað vaxtareikningur sem
gefur einhverja x vexti.Hvet fólk til að kanna í hvað áhætuhóp það er í og fá ráðleggingar um hvað henti
því best. Nóg er tapið í peningabréfunum ,jæja nóg með þetta það var eins gott að það var dregið til
baka með útstrikunina hjá yfirmönnum KB Banka á hlutabréfunum já og hinum bönkunum líka annars
hefði allt orðið vitlaust að ég held eða eins og einhver sagði hættum bara að borga skuldirnar okkar hvað
hefði gerst þá ?.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.