11.1.2009 | 06:55
Mótmæli í Hafnarfirði,
Það mættu ca 2000 þúsund manns í Íþróttahúsið í Haf á fund Heilbrigðisráðherra til að mótmæla
aðgerðum heilbrigðisráðherra vegna breytinga á ST. Josp. spítala og vorum við hjónin þar til að
mótmæla breytingum á spítalanum,hvað er ráðherran að hugsa að breyta þessum frábæra spítala
þar sem fara fram ca ? 2000+ aðgerðir man ekki hvað var sagt að færu margar aðgerðir þar fram á ári
með frábært sérhæft starfsfólk á skurðstofunni ,nei í staðinn eigum við að fara til KEF í aðgerðir það er
ekki verið að spá í það hvað það kostar okkur enda hótaði hann hærri gjöldum á okkur ef við tækjum
ekki þessu þegjandi, nei Hafnfirðingar og aðrir landsmenn við látum hann ekki komast upp með þetta
og það verður aldrei ef viðstöndum öll saman,
fyrr fer hann úr ráðherraembættinu hann er ekki hæfur í þessu embætti .Förum aðeins yfir þetta.
Patreksfirðinga eiga fara til Ísafjarðar ,veit maðurinn ekki að það er alltaf ófært þangað á veturna
og jafnvel á sumrin vegirnir eru það slæmir ,pælið í vegalengdinni sem fólk þarf að fara, þá eru það
Vestmanneyingar þeir eiga að fara til Selfoss það tekur lágmark 4 tíma með Herjólfi það er örugglega
ekki frítt ef þá er fært með honum ,ég þarf ekki að rifja þetta allt upp fólkið í landinu veit þetta allt og
ég verð nú að minnast aðeins á flutniga á öldruðum á Akureyri að taka fólkið sem er búið að vera í
einbýli og flytla það á Kristnesspítal og setja marga saman í herbergi, Guðlaugur Þór er að brjóta allt
niður sem hefur áunnist með að koma fólki í einbýli hann ætlar kanski að aðskilja hjón frá hvort öðru
eins og var gert hér áður sem að fólk þurfti að berjast fyrir að yrði lagað ,Jæja hvað er Ráðherra
að hóta okkur um hækkanir á gjöldum ef hann nær ekki sínu fram það er núna efnahagshrun og það er
ekki búið, ekki vorum við að stjórna landinu bönkunum ofl ekki létu þeir okkur vita hvað væri í vændum
að allir bankarnir myndu hrynja þetta vissu þeir með vissu í febr 2008 og ekkert gert og jafnvel 2006
er ekki nóg sem almenningur þarf að bera hækkanir á öllum lánum og þeir gera ekkert eða seint og
illa.Spyrjum að leikslokum þá meina ég að Völvan í vikunni hafi rétt fyrir sér hún hafði rétt fyrir sér í
flestum málum árið 2007,í spá hennar í ár þar segir að fyrrnefndur ráðherra muni hverfa frá störfum
sem hann gegnir í dag. Vonandi rætist það. með kveðju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.