17.3.2009 | 03:00
Atvinnuleysisbætur hækka?
Ég var að lesa að atvinnuleysisbætur hefðu hækkað um síðustu mánaðarmót fóru í
149.523- þús á mánuði þessar bætur skilst mér að séu töluvert hærri en lánin frá LÍN
en þar þarf að ednurgreiða allt til baka ,en ég spyr hvar eru hækkanirnar til öryrkja ég
hef ekki séð þær,það er eins og öryrkjar séu einhver úrhrak þeir geta bara vel við unað
með sín lágu kjör. Núna er við stjórvölinn Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur gert margt fyrir
aldrað og öryrkja en hún ætti núna að gera enn betur fyrir þetta fólk meðan hún er forsætisráðherra
núna er hennar tími kominn og notaðu timann Jóhanna og kláraðu að gera það sem þú fekst ekki að
gera þegar þú varst með sjálfstæðisflokknum kláraðu dæmið núna og hækkaðu kjör öryrkja við eru
ekki að ná endum saman ,þú veist námkvæmlega hvað öryrkjar hafa á mánuði,ég held að öryrkjar
hafi vonast til að Ragnheiður Ásta þegar hún varð Félagsmálaráðherra myndi gera eitthvað fyrir
öryrkja en það bólar ekki á neinu hún hefði kanski fengið betri útkomu úr prófkjörinu ef hún hefði
gert eitthvað fyri aldraða og öryrkja,ég hef nú vonast lengi eftir að hún fengi þetta embætti og léti
verkin tala en svo er ekki enn? má vera að eitthvað komi gott frá henni ennþá, á samt ekki von á
því tíminn er liðinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.